Lést af slysförum í íshelli

Íshellir í Breiðamerkurjökli - þessi mynd var tekin fyrr í …
Íshellir í Breiðamerkurjökli - þessi mynd var tekin fyrr í vetur í sama helli og maðurinn var að mynda í gær. mbl.is/Rax

Þýskur ferðamaður á sextugsaldri lést af slysförum í íshelli í Breiðamerkurjökli í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var maðurinn þar við ljósmyndun og var í fylgd íslensks leiðsögumanns. Hann mun hafa verið vanur jöklaferðum og hafa farið áður í íshella hér á landi. Annar íslenskur leiðsögumaður var í ísklifri í nágrenninu á jöklinum með tveimur ferðamönnum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hneig maðurinn skyndilega niður þar sem hann stóð á auðri klöpp og féll í á sem rennur eftir hellisgólfinu. Vatnið hreif manninn með sér því áin var talsvert vatnsmikil eftir rigningar. Maðurinn náðist úr ánni en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Kallað var eftir hjálp og kom ísklifurhópurinn þegar til aðstoðar. Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu frá Höfn í Hornafirði og úr Öræfum og komu þeir fyrstu þeirra á staðinn, sem er við mynni Veðurárdals, laust fyrir klukkan fimm síðdegis. Læknir og sjúkrabíll komu einnig. Slysið varð um 150-200 metra inni í íshellinum. Björgunaraðgerðirnar tóku töluverðan tíma og þurftu björgunarsveitarmenn að vaða í mittisdjúpu vatni til að ná manninum. Þeir komu út úr hellinum um sjöleytið. Ferðin niður af jöklinum gekk áfallalaust. Alls tóku 30-40 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni, samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Maðurinn er látinn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert