Varar við rannsóknum Kínverja

Norðurljós.
Norðurljós. mbl.is/Brynjar Gauti

Rætt er við Pascal Heyman, sem nýlega lauk störfum sem verkefnastjóri hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, í Akureyri vikublaði sem kemur út á morgun. Hann varar Íslendinga við norðurljósarannsóknum Kínverja í Reykjadal í Þingeyjarsýslu.

„Kínverjar gera ekkert nema það sé vel ígrundað. Það að Kínverjar komi hingað og vilji rannsaka himininn fyrir ofan Ísland lítur grunsamlega út. Við vitum af áhuga þeirra á norðurslóðum og ásælni þeirra í ítök víðsvegar um heiminn. Íslendingar verða að stíga varlega til jarðar,“ segir Heyman í samtali við Akureyri vikublað.

„Til að mynda yrði afar auðvelt fyrir Kínverja að fylgjast náið með öllu því sem gerist yfir himninum á Íslandi með nútímatækni. Við verðum einnig að átta okkur á að lofthelgin yfir Íslandi er í raun lofthelgi NATÓ. Því verð ég að segja að menn ættu að fara afar varlega í þessum efnum.“

Ítarlegt viðtal er við Pascal Heyman í Akureyri vikublaði sem kemur út á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert