Ármann leiðir listann

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Kristinn Ingvarsson

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Margrét Friðriksdóttir, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, hafnaði í öðru sæti. Öll atkvæði hafa verið talin. 

Karen Elísabet Halldórsdóttir er í þriðja sæti, Hjördís Ýr Johnson í fjórða sæti, Guðmundur Gísli Geirdal í fimmta sæti og Margrét Björnsdóttir í sjötta sæti.

Ármann hlaut 61,5% atkvæða. Auðir og ógildir seðlar voru 92. 2872 greiddu atkvæði í prófkjöri flokksins. 

Lokatölur í Kópavogi

1. Ármann Kr. Ólafsson með 1.711 atkvæði í 1. sætið.
2. Margrét Friðriksdóttir með 1.174 atkvæði í 1-2. sæti.
3. Karen Elísabet Halldórsdóttir með 1.006 atkvæði í 1-3. sæti.
4. Hjördís Ýr Johnson með 1.081 atkvæði í 1-4. sæti.
5. Guðmundur Gísli Geirdal með 1.181 atkvæði í 1-5. sæti.
6. Margrét Björnsdóttir með 1.282 atkvæði í 1-6. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert