Hríðarveður á Vestfjörðum

Skapti Hallgrímsson

Gera má ráð fyrir áframhaldandi hríðarveðri eða slyddukrapi á láglendi á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum og annesjum norðanlands, austur í Eyjafjörð. NA-stormur og stórhríð á fjallvegum s.s. Þverárfjalli, Steingrímsfjarðarheiði og Gemlufallsheiði og e.t.v. víðar fram á nótt, en tekur að lagast í fyrramálið.

Hálka eða hálkublettir eru á köflum á Vesturlandi en þæfingsfærð er á Svínadal og skafrenningur. Fróðárheiði er ófær. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálka og skafrenningur á Bröttubrekku. Það snjóar á Vestfjörðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði sem og á Kleifaheiði.

Ófært er að hluta til í Ísafjarðardjúpi, á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Þar er ekki mokstursdagur í dag. Hálka er á útvegum í Húnavatnssýslum en Hringvegurinn er þar auður austur að Blönduósi. Hálkublettr eru á Vatnsskarði en ófært er á Þverárfjalli.

Í Skagafirði er sums staðar ofankoma og hálka eða snjóþekja á vegum, raunar er flughált í Út-Blönduhlíð. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og eins er snjóþekja eða hálka á vegum við Eyjafjörð austur yfir Ljósavatnsskarð. Hálka er á Fljótsheiði og Mývatnsöræfum.

Þungfært er á Hólasandi. Snjóþekja og þoka er á Vopnafjarðarheiði og snjóþekja og éljagangur á Möðrudalsöræfum líkt og á flestum vegum á Austurlandi. Hálka er þó á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddssakarði, þar sem er éljagangur einnig. Þoka er með norðausturströndinni.

Greiðfært er frá Fáskrúðsfirði suður um með suðausturströndinni.  Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert