Ekki að gefast upp á málefninu

Stefán Karl Stefánsson, leikari.
Stefán Karl Stefánsson, leikari. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Það verður bara ekki unnið frekar í þessu umhverfi sem okkur er boðið upp á. Ef yfirvöld geta ekki tryggt grunnstoðir svona samtaka,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabarna sem beitt hafa sér gegn einelti, en tilkynnt var síðastliðinn laugardag að samtökin yrðu lögð niður.

Stefán segir takmörk fyrir því hversu lengi hægt sé að ganga inn í fyrirtæki og biðja um það fjármagn sem þurfi til þess að reka samtök eins og Regnbogabörn án stuðnings frá hinu opinbera. Þar sé bæði um að ræða ríki og sveitarfélög. „Þannig að þar liggur þetta. Ég er ekki að gefast upp á málefninu. Ég er bara að gefast upp á því að stjórnvöld eru ekki með það á stefnuskrá sinni að styðja við slíka starfsemi. Þannig er það bara því miður.“

Hann segir að ekki hafi vantað velvilja fólks í garð samtakanna, sem upphaflega var einstaklingsframtak hans, og margir hafi hjálpað til við rekstur þeirra. Regnbogabörn standi vel og hafi alltaf staðið undir sér. Þau séu skuldlaus og eigi 3-3,5 milljónir króna. En til þess að hægt væri að reka svona samtök þyrftu stjórnvöld að leggja fram að lágmarki 10-15 milljónir á ári til þess að tryggja reksturinn.

Stefán gagnrýnir hið opinbera fyrir að leggja áherslu á að bregðast við vandanum eftir að hann á sér stað í stað fyrirbyggjandi aðgerða. Sömuleiðis almennt áhugaleysi stjórnvalda til þess að taka á eineltismálum. Íslendingar eignist fleiri börn en nágrannaþjóðirnar en leggi hins vegar minnst í slíka þjónustu af þeim. „Verkefnin í þessum efnum framundan eru næg en þau verði ekki unnin af Regnbogabörnum, því miður.“

Frétt mbl.is: Samtökin Regnbogabörn lögð niður

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert