„Óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds“

Geysir í Haukadal stækka

Geysir í Haukadal Kristinn Ingvarsson

Lögmannsstofan Landslög, fyrir hönd ríkisins, hefur með bréfi til Landeigendafélags Geysis ehf. ítrekað fyrri mótmæli sín og andstöðu vegna fyrirætlana félagsins um innheimtu gjalds af ferðamönnum sem um svæðið fara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

„Eins og fram hefur komið er landið innan girðingar séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935 en innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b. 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir í bréfinu.

Félaginu óheimilt að takmarka umferð og innheimta gjald

Í tilkynningunni á vef ráðuneytisins segir að í bréfinu segi berlega að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign,“ segir í tilkynningunni.

„Innheimta gjalds af þeim sem fara um sameignarlandið er grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur. Hún myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.

Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf,“ segir í bréfinu.
Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun.

Óska eftir upplýsingar um kostnað

„Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins.
Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar,“ segir í tilkynningu.
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Snjór og leiðindafærð á Húsavík

Í gær, 23:33 Snjóað hefur á Húsavík síðan um kvöldmatarleyti í kvöld og er snjódýptin nú um 10-15 sentímetrar. Hitinn er um núll gráður, bleytuhríð og leiðindafærð er á öllum vegum. En snjóþekja gerir færðina er örugga fyrir þá sem eru komnir á sumardekk. Meira »

Önnur æfing Gretu Salóme á stóra sviðinu myndasyrpa

Í gær, 23:12 Önnur æf­ing ís­lenska Eurovisi­on-hóps­ins fór fram á stóra sviðinu í Eric­son Globe höll­inni í Stokk­hólmi í dag.  Meira »

Tveggja stafa hitatölur á morgun

Í gær, 22:58 Veður fer hlýnandi víða um land á morgun og hiti kann að fara upp í 12-13 stig þar sem hlýjast er sunnanlands. „Við vonum bara að vorið sé á leiðinni,“ segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 2 milljarða í Eurojackpot

Í gær, 21:25 Stálheppinn miðahafi vann 2 milljarða í Eurojackpot-úrdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Þýskalandi, og sömuleiðis miðar þeirra þriggja sem deildu með sér öðrum vinning. Fær hver þeirra 49 milljónir í sinn hlut. Meira »

Opnar leikvöllinn fyrir ný andlit

Í gær, 21:24 Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, sem lýsti yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar í lok mars, er sáttur við þá ákvörðun Árna Páls Árnasonar formanns flokksins að hætta við að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Meira »

„Spítalar eru hættulegir staðir“

Í gær, 21:13 Þannig hefst föstudagspistill Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, sem fjallar um læknamistök. Forstjórinn segir m.a. frá nýrri grein í British Medical Journal, þar sem fram kemur að þriðja algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum séu mistök í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Snjóblinda verður SNJÓR í Frakklandi

Í gær, 20:37 Um þessar mundir eru staddir hér á landi blaðamenn Le Figaro, Elle og Paris Match, en þeir eru að kynna sér söguslóðir Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar. Snjóblinda kemur út í Frakklandi 12. maí næstkomandi en þýðandinn hefur ákveðið að titill hennar verði SNJÓR. Meira »

13% umferðaraukning frá fyrra ári

Í gær, 21:01 Í apríl sl. var umferð um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu nærri 13% meiri en í apríl í fyrra. Fleiri bílar hafa aldrei farið um mælisniðin þrjú en frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um ríflega 7% og það stefnir í samtals 4,6% aukningu í ár. Meira »

Góð ákvörðun fyrir Árna Pál og flokkinn

Í gær, 20:19 Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er sáttur við þá ákvörðun Árna Páls Árnasonar að hætta við að gefa kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. „Það lýsir baráttuþreki Árna Páls að hann hefur haldið möguleikanum á að leiða áfram Samfylkinguna opnum fram á síðustu stund.“ Meira »

Gruna ökumanninn um ölvun

Í gær, 19:51 Rannsókn lögreglu á Vesturlandi á banaslysi á Holtavörðuheiði 9. apríl sl. stendur enn yfir. Beðið er eftir gögnum, meðal annars niðurstöðum úr blóðprufu og krufningu. Grunur leikur á að ökumaður bílsins hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann missti stjórn á honum. Farþegi í bílnum lést. Meira »

Skráðu stjórnmálaskoðanir við handtöku

Í gær, 19:15 „Fíkniefnadeild lögreglunnar var einstaklega ósvífin í Eyjum, það verður bara að segjast,“ segir Björgvin Mýrdal, ritari Snarrótarinnar - Samtaka um borgaraleg réttindi, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku og líkamsleitar fikniefnadeildar lögreglunnar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Meira »

Mývatnsmál litið alvarlegum augum

Í gær, 17:59 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að ráðuneytið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að vernda lífríkið á Mývatni. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps telur að full rök séu fyrir því að ríkið taki þátt í framkvæmd á 350 milljóna króna skólpstöð. Meira »

Viktor Örn keppir í Bocuse d'Or

Í gær, 17:43 Viktor Örn Andrésson, matreiðslumaður Íslands 2013, keppir fyrir Íslands hönd í Evrópuforkeppni Bocuse d'Or matreiðslukeppninnar í Búdapest 10.-11. maí nk. Viktor verður meðal fulltrúa 20 Evrópuþjóða sem keppa um tólf sæti í aðalkeppninni sem fram fer í Lyon í Frakklandi í janúar 2017. Meira »

Hyggileg ákvörðun fyrir Árna Pál

Í gær, 17:20 Magnús Orri Schram, sem gefur kost á sér til embættis formanns Samfylkingarinnar, segir óneitanlega hafa komið á óvart að Árni Páll hafi hætt við að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu, enda hafi hann verið búinn að gefa annað út. Meira »

Dæmd fyrir ofbeldi gegn börnum sínum

Í gær, 16:51 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt móður í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa beitt börn sín líkamlegu ofbeldi og fyrir að hafa sagt ungri dóttur sinni „að halda kjafti“. Var konan m.a. fundinn sek um að hafa slegið dóttur sína í líkamann og gefið syni sínum kinnhest, en hún réttlætti framkomu sína með því að benda á óviðunandi hegðun barna sinna. Meira »

Kalla eftir endurskoðun lögræðislaga

Í gær, 17:21 Geðhjálp hefur skorað á stjórnvöld að hefja vinnu við allsherjarendurskoðun lögræðislaga til að tryggja að lögin standist ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Lögin ganga ekki aðeins í berhögg við samninginn heldur lágmarkskröfur Mannréttindasáttamála Evrópu um nauðsynlega réttarvernd viðkomandi einstalinga,“ segir í tilkynningu frá Geðhjálp. Meira »

Notaði mat til að finna sársauka

Í gær, 17:10 Fjóla Kristín Ólafardóttir hefur stundað sjálfsskaðandi hegðun í langan tíma og eftir margra ára leit bæði í heilbrigðiskerfinu og annars staðar hefur hún fengið hjálp. Hún segir að hjá Pieta-samtökunum sé fólk nálgast á jafningjagrunni og horfir nú björtum augum til framtíðarinnar. Meira »

Ákvörðun Árna Páls kom á óvart

Í gær, 16:39 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist virða ákvörðun Árna Páls um að hætta við að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu „Ég var annars bara að sjá þetta og hef ekki náð að tala við hann sjálfan.“ Meira »
Dalamenn, Strandamenn, EYLENDA, Ísl. Sjávarhættir, o.fl.
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Bækur,! Bækur,! Bækur.!
Var að fá mikið af bókum í sölu.. Ritsöfn,ljóðabækur.ævisögur og þjöðlegur fr...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Óska eftir Íbúð á leigu
30 ára sjómaður óskar eftir íbúð á leigu. Greiðslugeta 150 Þúsund. Er mánuð á ...
 
Tillaga að matsáætlun
Tilkynningar
Tillaga að matsáætlun ...
Óskast til leigu 20325
Til leigu
ÓSKAST TIL LEIGU Húsnæði...
Aðalfundur stéttarfélags t
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Stéttarfélags tölv...
V.no.1.22.264.norðurg.efnaskiptaskurður
Tilboð - útboð
Útboð Faxaflóahafnir sf. óska eftir ...