„Óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds“

Geysir í Haukadal stækka

Geysir í Haukadal Kristinn Ingvarsson

Lögmannsstofan Landslög, fyrir hönd ríkisins, hefur með bréfi til Landeigendafélags Geysis ehf. ítrekað fyrri mótmæli sín og andstöðu vegna fyrirætlana félagsins um innheimtu gjalds af ferðamönnum sem um svæðið fara. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

„Eins og fram hefur komið er landið innan girðingar séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935 en innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b. 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir í bréfinu.

Félaginu óheimilt að takmarka umferð og innheimta gjald

Í tilkynningunni á vef ráðuneytisins segir að í bréfinu segi berlega að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign,“ segir í tilkynningunni.

„Innheimta gjalds af þeim sem fara um sameignarlandið er grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur. Hún myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.

Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf,“ segir í bréfinu.
Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun.

Óska eftir upplýsingar um kostnað

„Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins.
Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar,“ segir í tilkynningu.
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Skellti bílhurð á lögreglumann

15:33 Embætti ríkissaksóknara hefur ákært karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gert að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst 2014, skellt hurð lögreglubifreiðar á höfuð og öxl lögreglumanns í Sandgerði. Meira »

81% á leigumarkaði eftir nauðungarsölu

15:29 Niðurstöður könnunar á afdrifum fjölskyldna á Suðurnesjum sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á árunum 2008-2011 leiðir í ljós að 81% þeirra búa nú í leiguhúsnæði. Meira »

Píratar halda enn sjó

15:21 Enn mælast Píratar með mest fylgi allra flokka á Íslandi, nú í könnun MMR. Flokkurinn mælist nú með 32,7% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina þokast örlítið uppávið og mælist nú 31,4%. Fylgisaukning Pírata virðist mest á kostnað Bjartrar framtíðar og Framsóknarflokks. Meira »

Leiði til raunverulegra kjarabóta

15:13 Markmiðið í yfirstandandi kjaraviðræðum er að leggja grunn að góðri lausn. Fyrir vikið hefur ríkið verið tilbúið til að skoða ýmsar ólíkar nálganir en ávallt nefnt í því samhengi að aðkoma þess þurfi að vera til þess fallin að tryggja að niðurstaðan leiði til raunverulegra kjarabóta fyrir launþega. Meira »

Loka þarf um 75% allra sjúkrarýma

15:03 Loka þarf um 75% allra sjúkrarýma á Selfossi og í Vestmannaeyjum ef það verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Meira »

Styrkir Airwaves um níu milljónir

14:55 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, klæddur í forláta leðurbuxur, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Styrkur borgarinnar nemur 9 milljónum króna í ár. Meira »

„Krakki með bensínbrúsa og eldspýtur“

14:33 „Ég held að vandi okkar við að ná hér saman eða komast eitthvað áfram með störf þingsins holdgerist í tveimur mönnum umfram aðra. Það er að segja hæstvirtum forsætisráðherra, sem veður hér um eins og krakki með bensínbrúsa og eldspýtur og kveikir elda út um allt, og síðan formanni atvinnuveganefndar.“ Meira »

Kanna viðhorf til rafbíla

14:46 Starfsmenn Háskólans á Akureyri geta nýtt sér rafmagnsbíl til erinda á vegum skólans næstu dagana en það er liður í viðhorfskönnun um notkun rafbíla á meðal starfsmanna hans. Verkefnið er framlag háskólans til þess að gera Akureyri að kolefnishlutlausu bæjarfélagi. Meira »

Setja 1,8 milljarða í vegakerfið

14:28 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi og bregðast við slæmu ástandi vega. Meira »

Umsögn ráðuneytisins ekki efnisleg

14:03 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að umsögn fjármálaráðuneytisins um húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra sé aðeins kostnaðarumsögn, ekki efnisleg umsögn. Hann telur að aðgerðir í húsnæðismálum gætu verið liður í lausn á yfirstandandi kjaraviðræðum. Meira »

Minntust látins þingmanns

13:57 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hóf þingfund í dag með því að minnast Skúla Alexanderssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést á laugardaginn 88 ára að aldri. Skúli sat á þingi sem aðalmaður samfellt frá 1979-1991 fyrir Alþýðubandalagið. Meira »

Bifhjólamaðurinn erlendur ferðamaður

13:43 Manninum sem lenti í umferðarslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði síðdegis í gær er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var á ferð á bifhjóli eftir holóttum malarvegi í Hvítársíðu þegar hann missti stjórn á ökutækinu. Meira »

Ekki aukið álag vegna verkfalls

13:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið fyrir auknu álagi í tengslum við yfirvofandi allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Meira »

Leggja sig fram við að bæta þjónustuna

13:37 Margar tillögur framkvæmdarráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólk hafa verið framkvæmdar og aðrar eru í vinnslu. Það er mat ráðsins, sem var skipað þann 6. mars s.l. að margt hafi áunnist í úrbótum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdarráðinu. Meira »

„Við verðum að fara að ljúka þessu“

12:43 Möguleg aðkoma ríkisins að kjarasamningunum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann segir það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að grípa til skattahækkana. Skattalækkanir gætu frekar komið til greina sem hluti af lausn á vandanum á vinnumarkaði. Meira »

850 milljónir í brýn verkefni

13:40 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 850 milljónum króna í sumar til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Fjármögnun verkefnanna er háð samþykki Alþingis. Meira »

Löng helgi verið illa nýtt

13:29 Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag og gagnrýndu að þriggja daga helgi hefði ekki verið nýtt af forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna til viðræðna við stjórnarandstöðuna um það með hvaða hætti væri hægt að lenda umræðum í þinginu um rammaáætlun. Meira »

Klárlega ógn við öryggi sjúklinga

12:39 Áhrif verkfalla aðildarfélaga BHM á starfsemi Landspítalans eru gríðarleg. Verkfallið hefur nú staðið í tæplega 7 vikur og lausn virðist ekki í sjónmáli. Þetta kemur fram í ályktun frá læknaráði Landspítalans. Meira »
ÞJÓÐLAGAGÍTAR
Þjóðlagagítarar frá 18.900 kr. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27, www.gitarinn.is g...
Vegglímmiðar frí sending um allt land.
Við hjá B og G Studio :) Auglýsum mesta úrval landsins af vegglímmiðum, minnum ...
Miðstöðvarofn
Til sölu ofn, st. lengd 160cm. hæð75cm. verð 5.ooo.- uppl. terry@simnet.is...
Kælir og fl. má greiða með grænmeti að hluta.
Veggkælir nýlegur, fyrir gosdrykki, álegg, kælivöru og ýmsar matvörur, flottur k...
 
Tillaga að nýju deiliskipulagi
Tilkynningar
Hveragerðisbær Tillaga a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Samtaka aldraðra ...
Aðalfundur 2015
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina Grensásde...
Reykjavíkurborg deil 2205
Tilboð - útboð
Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulags...