Ekki samningaviðræður

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. mbl.is/afp

Íslendingar geta dregið þá ályktun af skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-viðræðurnar að sambandið standi ekki í eiginlegum samningaviðræðum við umsóknarríki, heldur sé gengið út frá því að þau ríki sem sækja um aðild hafi raunverulegan vilja til inngöngu.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær eftir að skýrslan var gerð opinber. Bjarni sagði að þjóðin hefði kosið til valda flokka sem væru andvígir aðild.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í sama streng. Hann sagði skýrsluna undirstrika þá skoðun sína að Ísland ætti ekkert erindi í ESB og að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar er bent á að í skýrslum ESB um viðræðurnar við Íslendinga komi fram að sjávarútvegsstefna Íslands sé almennt ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þá megi ætla að deilur um makrílstofninn hafi átt þátt í því að sjávarútvegskafli viðræðnanna hafi ekki verið opnaður. Hugmyndir hafi verið uppi hjá ESB um að setja opnunarviðmið sem hefðu getað lotið að gerð tímasettrar áætlunar frá Íslands hálfu um það hvenær og hvernig Íslendingar hygðust aðlagast löggjöf og stefnu ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert