Geir Jón tók sæti á Alþingi

Geir Jón Þórisson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir Jón Þórisson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Geir Jón Þórisson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók sæti á Alþingi í dag í forföllum Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í dag. Geir hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og undirritaði hann því drengskaparheit að stjórnarskránni.

Geir er menntaður vélvirki frá Vélsmiðjunni Héðni hf., menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og menntaður í stjórnunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hann starfaði í fjóra áratugi hjá lögreglunni, síðast sem yfirlögregluþjónn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert