Orlofsuppbót hækkar um 32.300

Nokkur félög felldu kjarasamningana sem gerðir voru skömmu fyrir jól, …
Nokkur félög felldu kjarasamningana sem gerðir voru skömmu fyrir jól, en þau gerðu flest nýja samninga í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Kjarasamningurinn sem tíu stéttarfélög skrifuðu undir í dag gerir ráð fyrir að orlofs- og desemberuppbætur hækki um 32.300 krónur frá gildandi kjarasamning. Einnig kemur til eingreiðsla fyrir janúarmánuð.

„Það sem kemur nú til viðbótar samningnum sem felldur var í janúar er að orlofs- og desemberuppbætur hækka samtals um 32.300 krónur frá gildandi kjarasamningi. Orlofsuppbótin fer úr 28.700 krónum í 39.500 og desemberuppbótin fer úr 52.100 krónum í 73.600. Samningurinn gildir frá 1. febrúar sl., en það verður 14.600 króna eingreiðsla vegna janúarmánaðar miðað við fullt starf og að viðkomandi hafi verið í vinnu 1. febrúar. Við þurfum að tilkynna ríkissáttasemjara um úrslit atkvæðagreiðslu félagsins fyrir klukkan 16 þann 7. mars,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, á heimasíðu félagsins um efni kjarasamningsins.

Samninganefnd Flóabandalagsins mun taka afstöðu til þess í fyrramálið hvort forystumenn þess skrifa undir samninginn.

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert