Hafa ekki umboð til að ákveða þetta

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

„Stjórnarflokkarnir hafa ekkert lýðræðislegt umboð til að taka þessa ákvörðun,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um ákvörðun stjórnarflokkanna að slíta viðræðum við Evrópusambandið.

„Formenn stjórnarflokkanna töluðu um ýmiskonar hlé og að ekki yrði haldið áfram nema á grundvelli þjóðaratkvæðis. Þeir slógu úr og í með þjóðaratkvæði og tímasetningu. Hvorugur þeirra sagði að þeir myndu slíta þessum aðildarviðræðum. Þeir hafa þess vegna ekkert lýðræðislegt umboð til þessara aðgerða.

Flokkarnir hafa heldur ekki lagt fram neitt hagsmunamat í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn er horfinn frá þeirri afstöðu sinni að byggja stefnu sína á hagsmunamati. Nú virðist stefnan byggjast á því að elta Framsóknarflokkinn.“

Árni Páll segir að það sé ekkert nýtt í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti einu eða neinu um það hvort það sé skynsamlegt að halda áfram eða ekki. Það sé því algerlega órökstutt hvað það sé sem ýti á menn að taka þessa ákvörðun núna, sérstaklega í ljósi þess hver afstaða aðila vinnumarkaðarins sé til málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert