„Með flottari götum í bænum“

Hverfisgatan er nú loks opin fyrir umferð að nýju en framkvæmdir við endurnýjun hennar drógust um 3 mánuði vegna endurnýjunar í veitukerfi undir götunni. „Þetta er endurnýjun upp á næstu hálfu öldina þannig að hún er orðin flott og fín, bara með flottari götum í bænum," segir Kristján Ingi Arnarsson, verkstjóri hjá Ístak.

Upphaflega var gert ráð fyrir að verklok yrðu í lok nóvember og hafa íbúar og rekstraraðilar kvartað nokkuð yfir seinkuninni en Kristján Ingi segir flesta þó hafa verið afar þolinmóða þegar öllu er á botninn hvolft.

 Áfram verður unnið við lokafrágang götunnar alla næstu viku en í mars hefst vinna við næsta áfanga framkvæmdarinnar frá Vitastíg að Snorrabraut. 

Fljótlega í mars er fyrirhugað að boða til opins kynningarfundar um framkvæmdirnar og kynna þá endanlegt fyrirkomulag og dagsetningar.  Tilboð voru opnuð í vikunni og eru þau til skoðunar hjá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert