Stal brjóstahaldara og dömurakvél

Brjóstahaldari
Brjóstahaldari

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu á þrítugsaldri í þrjátíu daga fangelsi fyrir að stela brjóstahaldara, dömurakvél og fleiri vörum á síðasta ári. Konan á að baki nokkurn sakarferil sem hafði þó ekki áhrif á refsingu hennar í þessu máli.

Konan fór annars vegar í byggingavöruverslun á Akureyri í október og stal þaðan ísskápsseglum, ofnhönskum, svampi, kryddkvörnum og Remington dömurakvél, samtals að verðmæti 19.665 krónum. Hins vegar fór hún í verslun Hagkaupa í rétt fyrir jól og stal þaðan brjóstahaldara, að verðmæti 4.990 krónum.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konan játaði brot sín við rannsókn málsins. Hún var staðin að verki í bæði skiptin og þýfinu því komið til skila. Afrakstur brotanna sé því harla rýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert