Dýrustu íbúðirnar á 300 milljónir króna

Svona munu nýju fjölbýlishúsin í Skuggahverfinu líta út, en þau …
Svona munu nýju fjölbýlishúsin í Skuggahverfinu líta út, en þau snúa niður að Skúlagötu og Sæbraut og eru með gott útsýni til Esjunnar. Tölvuteikning/Kristinn Magnússon

„Miðborgin hefur líklega sjaldan notið meiri vinsælda en nú. Eignir þar eru hátt verðlagðar en seljast fljótt,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar.

Eins og fram hefur komið hefjast á næstunni framkvæmdir við byggingu háhýsa í Skuggahverfi í Reykjavík. Þetta eru tveir turnar, 11 og 18 hæða, og er þetta síðasti áfanginn í uppbyggingu hverfisins, það er byggðinni sem liggur niður að Skúlagötu og Sæbraut

Í ellefu hæða turninum eru 35 íbúðir en 41 íbúð í þeim sem er átján hæðir. Flestar íbúðirnar eru 80-100 fm að stærð og verð á fermetra verður 450 til 600 þúsund kr. Í þeim glæsilegustu þar sem útsýnið er mest nálgast verð per. fermetra um eina milljón kr. „Þær eignir gætu kostað 200 til 300 milljónir kr.,“ segir Sverrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert