Eldur í tvíbýlishúsi á Selfossi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Eldur kom upp í tvíbýlishúsi á Selfossi rétt eftir klukkan sex í morgun. Reyk lagði frá íbúð á neðri hæð hússins, sem var mannlaus.

Íbúar á efri hæð hússins voru heima þegar eldurinn kom upp en sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Miklar skemmdir urðu á neðri hæð hússins en reykskemmdir urðu á efri hæðinni. Ekki er vitað hvað olli brunanum og er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert