Fagna því að umsóknin sé dregin til baka

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjórnin hyggist draga aðildarumsókn að …
Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjórnin hyggist draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. AFP

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjórnin hyggist draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka.

Í tilkynningu segir að ljóst sé að ekkert af því sem haldið var fram um möguleika Íslands á varanlegum undanþágum hafi staðist. Ekki sé hægt að fá neinar varanlegar undanþágur í málefnum sjávarútvegs og landbúnaðar, eins og staðfest sé í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Þá árétta ungir sjálfstæðismenn að landsfundur sé æðsta vald í stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun landsfundar um utanríkismál komi fram að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Meirihluti Alþingis vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið og við þær aðstæður er fráleitt að Ísland haldi umsóknarferlinu áfram,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert