Rætt um Evrópumálin á morgun

Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til …
Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka verður rædd á Alþingi á morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rætt verður um Evrópumálin á Alþingi á morgun. Þingfundur hefst klukkan 15 á óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra og munu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra sitja fyrir svörum.

Fyrir utan það eru aðeins tvö mál á dagskrá þingsins og fjalla þau bæði um Evrópusambandið.

Annars vegar verður framhald á umræðu um skýrslu utanríkisráðherra vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan tengist skýrslu Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni utanríkisráðherra.

Hins vegar verður umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, sem birt var á vef Alþingins seinasta föstudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert