Mótmæli ofsóknum gegn samkynhneigðum

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er mikið ánægjuefni að það skuli vera þverpólitísk samstaða á þinginu um að mótmæla ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda eins og birtist í þessari tillögu. Þrátt fyrir að það slái í brýnu stundum á Alþingi, líkt og um þessar munir, þá eru menn sammála um grundvallarafstöður í mannréttamálum eins og varðandi mannréttindi samkynhneigðra.“

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is en hann er fyrsti flutningsmaður þverpólitískrar þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi þar sem mótmælt er ofsóknum stjórnvalda í Úganda gegn samkynhneigðum þar í landi. Meðflutningsmenn eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að framlög til samtaka samkynhneigðra í Úganda verði stóraukin. Þá kemur fram að ekki sé rétt að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu en það kunni þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með þeim hætti ef þarlend stjórnvöld láti ekki af ofsóknum sínum gegn samkynhneigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert