Ranglega stofnað til umsóknarinnar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ranglega var stofnað til umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið og tímabært er að leiðrétta það. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Forsenda umsóknar væri stuðningur við inngöngu í sambandið hjá almenningi, ríkisstjórn og þingi.

Spurður hvort ekki hafi verið hægt að fara þá leið að hafa umsóknina áfram í hléi sagði Bjarni að það væri hreinlegra, heiðarlegra og raunsærra að draga hana til baka. Ríkisstjórn sem væri andvíg inngöngu í Evrópusambandið gæti ennfremur ekki haldið umsóknarferlinu áfram. Það væri ekki ávísun á traust samskipti að ráðherrar sem væru andvígir inngöngu ættu að vinna að innleiðingu löggjafar sambandsins samhliða viðræðum. Það hefði ekki gengið vel á síðasta kjörtímabili.

Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti ekki að hlusta á afstöðu atvinnulífsins til málsins sagði Bjarni að flokkurinn hlustaði meðal annars á það. Hins vegar tæki Sjálfstæðisflokkurinn ekki við skipunum þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert