Tæplega 50 mótmæltu á Akureyri

Frá mótmælunum á Akureyri.
Frá mótmælunum á Akureyri. Ljósmynd/Þröstur Ernir - Vikudagur

Mótmæli fóru fram á Ráðhústorgi á Akureyri í dag gegn því að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka. Samkvæmt heimildum mbl.is tóku um 50-60 manns þátt í þeim.

Rætt er við þrjá mótmælendur á fréttavef Vikudags, þá Tómas Guðjónsson, Bjart Aðalbjörnsson og Gunnar Stephensen og haft eftir þeim að þeir vilji að viðræðurnar um inngöngu Íslands í ESB verði kláraðar og þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið.

Frétt Vikudags

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert