„Ég skammast mín ofan í tær“

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Ómar Óskarsson

„Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessar iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir á samfélagsmiðlinum Facebook í nótt. Hún segist skammast sín ofan í tær og biðst auðmjúklega fyrirgefningar.

Hildur segist ekki hafa miklar málsbætur. „Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt. Samfélagið sem Barnaland er er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi,“ segir Hildur á Facebook.

Hún segir „NöttZ“ hafa hagað sér „brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja. En hvað um það, internetið er internetið og það er nákvæmlega ekkert að gera annað en að biðjast auðmjúklega fyrirgefningar. Mjög svo auðmjúklega. Ég skammast mín ofan í tær“.

Frétt mbl.is: Hildur Lilliendahl beitti netofbeldi

Frétt mbl.is: „Og lætur kallinn taka skellinn“

Frétt mbl.is: Fullur kærasti á netinu

Frétt Smartlands: Hildur Lilliendahl setti út á holdafar Svanhildar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert