Sigurði Einarssyni sagt upp störfum

Félag eldri borgara.
Félag eldri borgara.

Sigurði Einarssyni, framkvæmdastjóra Félags eldri borgara, hefur verið sagt upp störfum. Í bréfi til félagsmanna segist Sigurður engar skýringar hafa fengið á uppsögninni en í uppsagnarbréfinu komi fram að formaður, varaformaður og gjaldkeri félagsins taki við verkefnum hans.

„Mér er því jafn hulið og ykkur hverjar eru ástæður uppsagnarinnar og ég vil fullvissa ykkur um að ekkert í mínum störfum fyrir félagið gefur mér skýringu á þessari ákvörðun. M.a. hafa tveir fyrrverandi formenn félagsins sem ég hef starfað með haft samband við mig og lýst yfir furðu sinni og undrun á þessum aðgerðum og hafa lýst yfir fullum stuðningi við mig,“ segir Sigurður í bréfi til félagsmanna.

Hann segist ætla að leita réttar síns að svo miklu leyti sem það er hægt og meðal annars fara fram á félagsfund með stjórninni þar sem hún verði krafin skýringa á ákvörðuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert