Fjöldi fólks á samstöðufundi

Talið er að á milli fimm og sex þúsund manns séu nú saman komin á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt er að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Skipulögð dagskrá er í tengslum við mótmælafundinn, ræðuhöld og tónlistaratriði.

Á samfélagsmiðlunum Facebook er hægt að sjá dagskrá fundarins sem haldinn er til að „mótmæla algjöru virðingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart eigin loforðum, kjósendum sínum, lýðræðinu og þjóðinni allri“, eins og þar segir.

Þeir sem fluttu ræður voru Illugi Jökulsson rithöfundur, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Sigurður Pálsson skáld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert