82,4% segjast vera hlynnt gjaldtöku

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

82,4% Sunnlendinga eru hlynnt gjaldtöku í ferðaþjónustu en flestir eru fylgjandi því að gjaldtakan verði í formi brottfarar- og komugjalda, eða 28,3%.

Þetta kom fram í viðhorfskönnun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, þar sem íbúar Suðurlands voru spurðir um afstöðu sína varðandi gjaldtöku í ferðaþjónustu.

Alls tóku 837 þátt í könnuninni en meðal þeirra voru 333 aðilar í ferðaþjónustu. 21,5% vildu aðgangseyri á einstaka staði en 19,5% vildu blöndu af náttúrupassa og gjaldtöku á einstaka stöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert