Vilborg Arna komin á toppinn

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Fjallagarpurinn og ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir komst ásamt ferðafélögum sínum á topp Kilimanjaro, hæsta tinds Afríku, um klukkan sjö í morgun að staðartíma. 

Hún segir að allir í hópnum hafi komist upp á topp og allt hafi gengið rosalega vel. 

Fjallið er 5.895 metrar á hæð.

„Nokkrir fundu fyrir örlitlum hæðaróþægindum en það var ekkert til að tala um. Við fengum ofboðslega gott veður og það var mikil stemning í hópnum,“ segir hún á vefsíðu sinni. Hún bætir því við að þau hafi tekið með sér gítar á toppinn og sungið eitt lag á afrísku, þ.e. svahílí, sem og afmælissönginn fyrir einn úr hópnum sem átti afmæli í dag. 

Hún segir að þau séu nú stödd í 3.000 metra hæð og fari niður af fjallinu í fyrramálið.

Þetta er sjötti tindurinn af sjö sem Vilborg Arna klífur, en hún hefur síðustu mánuði klifið hæstu tinda fimm heimsálfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert