Kyn- og frjósemisréttindi í brennidepli

Ungliðahreyfing Amnesty International stóð í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fyrir undirskriftasöfnun í Kringlunni til þess að vekja athygli á kyn- og frjósemisréttindum sem eiga undir högg að sækja um allan heim. Með undirskriftunum er ætlunin að setja þrýsting á öll ríki Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla kyn- og frjósemisréttindi allra. 

Undirskriftasöfnunin er hluti af nýrri herferð Amnesty International sem ber heitið Minn líkami, mín réttindi og hefur þann tilgang að gera fólki kleift að njóta kyn- og frjósemisréttinda sinna. Til stuðnings máli sínu bendir Amnesty á að

  • 150 milljónir stúlkna undir 18 ára hafa sætt kynferðisofbeldi
  • 142 milljónir stúlkubarna verða líklega neyddar í hjónaband á næstu tíu árum
  • 14 milljónir unglingsstúlkna fæða barn á hverju ári. Þungunin er oftast ótímabær og afleiðing nauðgunar
  • 215 milljónir kvenna hafa ekki aðgang að getnaðarvörnum jafnvel þótt þær vilji koma í veg fyrir þungun
  • Kynlíf einstaklinga af sama kyni er ólöglegt í a.m.k. 76 löndum, þar af eru 36 Afríkuríki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert