Reisa girðingar vegna mótmæla

Lögreglumenn að störfum við þinghúsið í dag.
Lögreglumenn að störfum við þinghúsið í dag. mbl.is/Ómar

Lögreglumenn vinna nú að því að reisa girðingu við alþingishúsið en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli kl. 17 í dag vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Þingfundur hófst kl. 15 og búast má við að hann standi fram eftir kvöldi. 

Til stendur að formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fundi um málsmeðferðina varðandi þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka. Ekki liggur fyrir hvenær fundurinn fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert