Vill bjóða Hraðbraut á ný í haust

Frá útskrift stúdenta við menntaskólann Hraðbraut.
Frá útskrift stúdenta við menntaskólann Hraðbraut. mbl.is/Jim Smart

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, er bjartsýnn á að viðræður við menntamálaráðherra að undanförnu leiði til þess að skólinn hefji starfsemi á ný í haust.

„Ég hef unnið að því að koma skólanum af stað aftur og menntamálaráðherra hefur verið jákvæður,“ segir Ólafur um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir við að beiðni um viðurkenningu á skólanum og nýjan þjónustusamning sé hjá ráðuneytinu. Viðurkenningin hafi verið í vinnslu í töluverðan tíma og þjónustusamningurinn komi vonandi í kjölfarið. Tíminn líði hratt og innritun sé hafin í framhaldsskólana vegna næsta skólaárs. Æskilegt hefði verið að vera með í því ferli en staðan komi ekki í veg fyrir að starfsemi geti byrjað aftur í gamla húsnæði skólans í Faxafeni í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert