Íslendingar björguðu hæfileikafólki undan nasistum

Árni Siemsen, ræðismaður Austurríkis á Íslandi, Eva Frei frá austurríska …
Árni Siemsen, ræðismaður Austurríkis á Íslandi, Eva Frei frá austurríska viðskiptaráðinu, Vigdís Finnbogadóttir og Dr. Ernst-Peter Brezovsky, sendiherra Austurríkis.

Frá hjara veraldar er sýning í Þjóðarbókhlöðunni sem er helguð skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic (1902-1984), sem leitaði hælis ásamt eiginmanni sínum, tónvísindamanninum, tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Victor Urbancic (1903-1958), og börnum þeirra í Reykjavík árið 1938. Bæði hafa þau markað varanleg spor í menningarlíf Íslendinga.

Melitta Urbancic, sem varð að sætta sig við harkaleg endalok ferils síns sem listakona vegna ofsókna og brottvísunar nasista, sneri ekki til baka til Austurríkis eftir lok stríðsins 1945. Sýningunni er í fyrsta lagi ætlað að kynna gögn er varða æviferil og listsköpun þessarar austurrísku skáldkonu.

„Það er stórkostlegt að Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Austurríska útlagasafnið í Bókmenntahúsi Vínar og dóttir og barnabarn Melittu Urbancic, þau Sibyl Urbancic og Johan Kneihs, hafa gert þessa mikilvægu sýningu mögulega,“ segir dr. Ernst-Peter Brezovsky, sendiherra Austurríkis, sem heimsótti sýninguna í gær ásamt aðstandendum Melittu og mörgum góðum gestum m.a. Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. „Þar verður ljóst með hjartnæmum hætti hvernig Melitta gat nýtt sér jákvætt umhverfi á nýjum heimaslóðum eftir flóttann frá Austurríki. Íslendingar tóku við og björguðu fjölmörgu hæfileikafólki sem flúði undan ofsóknum nasista og er Austurríki þeim ævinlega þakklátt fyrir það.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert