Náttúrupassi hjá sjálfseignarstofnun

Í frumvarpsdrögum að lögum um náttúrupassa sem Morgunblaðið hefur undir höndum er kveðið á um að heimilt verði að stofna sjálfseignarstofnun, Náttúrupassasjóð, til að sjá um það sem viðkemur passanum.

Í því felst að hafa umsjón með tekjum sjóðsins og úthluta fjármunum til uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir því að 18 ára og eldri greiði fyrir passann. Gjaldið verði 2.000 krónur fyrir fjóra daga, 3.000 krónur fyrir passa frá fimm dögum til fjögurra vikna og 5.000 kr. fyrir lengri tíma en fjórar vikur. Gildistíminn verði fimm ár.

Aðilar að Náttúrupassasjóði eru ráðuneyti ferðamála, ráðuneyti umhverfismála og ráðuneyti fjármála, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Landvernd, Samút og Landeigendafélag Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert