Nýr fréttamiðill um Evrópumál

Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur.
Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur.

Evrópan, fréttamiðill um Evrópumál, er nýr fjölmiðill sem mun einblína á fréttaflutning frá Evrópu og Evrópusambandinu, segir í tilkynningu frá útgefanda sem tekur fram að hann taki ekki afstöðu til inngöngu Íslands inn í sambandið.

„Tilgangur EVRÓPUNNAR er að styðja við fréttaflutning frá Evrópu, að stuðla að vandaðri og nákvæmari fréttaflutningi frá Evrópu og Evrópusambandinu, og styrkja þar af leiðandi umræðuna um Evrópumál á Íslandi og þróun mála innan Evrópu og Evrópusambandsins.

Ísland er nátengt öðrum Evrópuríkjum í pólitísku, efnahagslegu og sögulegu samhengi. Ísland tekur virkan þátt í evrópsku (og alþjóðlegu) samstarfi, til dæmis á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, Efnahags- og framfarastofnunarinnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þá er Ísland þátttakandi í Fríverslunarsamtökum Evrópu, Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-landamærasamstarfinu,“ segir í tilkynningu.

 Eigandi og ritstjóri EVRÓPUNNAR er Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert