Varasamar sprungur við Hverfjall

Björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit hafa á undanförnum árum ítrekað þurft að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vanda við Hverfjall. Það gerðist síðast í dag. Björgunarsveitarmaður segir að vegurinn sé aldrei mokaður, það vanti allar merkingar og að þarna séu varasamar sprungur.

„Mér finnst algjörlega vanta hjá Umhverfisstofnun, af því að þetta er á þeirra forræði, að merkja þetta eitthvað betur, til þess hreinlega að það verði ekki þarna slys,“ segir Gísli Rafn Jónsson, sem er félagi í björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit. Hann tekur fram að hann tali í eigin nafni í þessu máli.

Hann segir í samtali við mbl.is, að á undanförnum árum hafi liðsmenn björgunarsveitarinnar farið í fjölmargar ferðir upp að Hverfjalli til að aðstoða bíla sem hafa lent í vanda. Það gerðist enn eina ferðina upp úr klukkan tvö í dag.

Jepplingur hafnaði ofan í sprungu

Að sögn Gísla var um erlenda ferðamenn að ræða sem voru þarna á ferð á bílaleigubíl. Ferðalag þeirra á Hverfjalli endaði með því að framhjól bifreiðarinnar, sem er jepplingur, hafnaði ofan í þröngri sprungu. „Hún er það breið að dekkin fóru alveg niður,“ segir hann ennfremur. Hann tekur þó fram að þarna hafi allt endað vel en það reyndist aftur á móti þrautin þyngri að ná bílnum upp úr sprungunni.

Gísli á sæti í stjórn björgunarsveitarinnar sem fundaði í gær. Þar var m.a. fjallað um erindi sem kom frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Vegagerðinni sem hafa beðið björgunarsveitir landsins um að benda á staði sem teljist vera varasamir. 

„Frá þjóðveginum og upp að Hverfjalli er svona rúmur kílómetri upp á bílstæðin. Málið er að þessi vegur aldrei mokaður - aldrei. Þetta er bara sumarvegur. Á þessari leið - og sérstaklega þegar það kemur upp að fjallinu - þá eru sprungur. Ef þú ert ekki akkúrat á veginum, það er náttúrulega búið að fylla upp í sprungurnar [af snjó], þá getur þú hlunkast ofan í þessar sprungur; ekki bara þegar þú ert á bíl heldur líka ef þú ert labbandi,“ segir hann.

Gangandi vegfarendur eiga í hættu á að slasast

Vandamálið að sögn Gísla er að þarna vantar allar merkingar og við það er hann ósáttur. Það skjóti mjög skökku við enda vinsælt útivistarsvæði á meðal ferðamanna. 

„Þarna verðum við að benda á Umhverfisstofnun vegna þess að Hverfjall er friðlýst, 2010 ef ég man rétt, og þar með lendir þetta undir Umhverfisstofnun. Málið er að niður við þjóðveg er ekkert merki um það, í fyrsta lagi að þessi vegur sé aldrei mokaður og í öðru lagi að þeir sem labbi þarna verði að passa sig á að vera á veginum, sem þú veist svosem ekkert hvar er en væri kannski hægt að merkja. Þetta er mál Umhverfisstofnunar.“

Þá segir Gísli að hann hafi margsinnis bent á þetta. „Mér finnst alveg óþarfi að fólk sé stofna sjálfu sér í hættu,“ segir hann og bætir við að það sé stórvarasamt fyrir fólk að ganga upp á fjallið að vetrarlagi. Fólk geti fallið ofan í sprungu og slasað sig.

Heppni að hafa ekki lent í meira veseni

Gísli, sem býr í námunda við fjalllið, segist reglulega sjá fólk reyna að komast upp fjallið. „Það stoppar og er kannski 20 mínútur í miðju fjallinu af því að það veit ekki hvort það eigi að fara upp eða niður,“ segir hann.

„Þetta er óþarfi; það er hægt að koma í veg fyrir svona. Ég held að við séum heppnir að vera ekki búnir að lenda í meira veseni út af þessu máli,“ segir hann.

Að lokum segir hann að það sé ekki síður mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar átti sig á stöðuni og komi fólki í skilning um að það eigi ekki að fara inn á svona hliðarvegi sem séu ekki mokaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin ekki borið árangur. Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....