Varasamar sprungur við Hverfjall

Björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit hafa á undanförnum árum ítrekað þurft að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vanda við Hverfjall. Það gerðist síðast í dag. Björgunarsveitarmaður segir að vegurinn sé aldrei mokaður, það vanti allar merkingar og að þarna séu varasamar sprungur.

„Mér finnst algjörlega vanta hjá Umhverfisstofnun, af því að þetta er á þeirra forræði, að merkja þetta eitthvað betur, til þess hreinlega að það verði ekki þarna slys,“ segir Gísli Rafn Jónsson, sem er félagi í björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit. Hann tekur fram að hann tali í eigin nafni í þessu máli.

Hann segir í samtali við mbl.is, að á undanförnum árum hafi liðsmenn björgunarsveitarinnar farið í fjölmargar ferðir upp að Hverfjalli til að aðstoða bíla sem hafa lent í vanda. Það gerðist enn eina ferðina upp úr klukkan tvö í dag.

Jepplingur hafnaði ofan í sprungu

Að sögn Gísla var um erlenda ferðamenn að ræða sem voru þarna á ferð á bílaleigubíl. Ferðalag þeirra á Hverfjalli endaði með því að framhjól bifreiðarinnar, sem er jepplingur, hafnaði ofan í þröngri sprungu. „Hún er það breið að dekkin fóru alveg niður,“ segir hann ennfremur. Hann tekur þó fram að þarna hafi allt endað vel en það reyndist aftur á móti þrautin þyngri að ná bílnum upp úr sprungunni.

Gísli á sæti í stjórn björgunarsveitarinnar sem fundaði í gær. Þar var m.a. fjallað um erindi sem kom frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Vegagerðinni sem hafa beðið björgunarsveitir landsins um að benda á staði sem teljist vera varasamir. 

„Frá þjóðveginum og upp að Hverfjalli er svona rúmur kílómetri upp á bílstæðin. Málið er að þessi vegur aldrei mokaður - aldrei. Þetta er bara sumarvegur. Á þessari leið - og sérstaklega þegar það kemur upp að fjallinu - þá eru sprungur. Ef þú ert ekki akkúrat á veginum, það er náttúrulega búið að fylla upp í sprungurnar [af snjó], þá getur þú hlunkast ofan í þessar sprungur; ekki bara þegar þú ert á bíl heldur líka ef þú ert labbandi,“ segir hann.

Gangandi vegfarendur eiga í hættu á að slasast

Vandamálið að sögn Gísla er að þarna vantar allar merkingar og við það er hann ósáttur. Það skjóti mjög skökku við enda vinsælt útivistarsvæði á meðal ferðamanna. 

„Þarna verðum við að benda á Umhverfisstofnun vegna þess að Hverfjall er friðlýst, 2010 ef ég man rétt, og þar með lendir þetta undir Umhverfisstofnun. Málið er að niður við þjóðveg er ekkert merki um það, í fyrsta lagi að þessi vegur sé aldrei mokaður og í öðru lagi að þeir sem labbi þarna verði að passa sig á að vera á veginum, sem þú veist svosem ekkert hvar er en væri kannski hægt að merkja. Þetta er mál Umhverfisstofnunar.“

Þá segir Gísli að hann hafi margsinnis bent á þetta. „Mér finnst alveg óþarfi að fólk sé stofna sjálfu sér í hættu,“ segir hann og bætir við að það sé stórvarasamt fyrir fólk að ganga upp á fjallið að vetrarlagi. Fólk geti fallið ofan í sprungu og slasað sig.

Heppni að hafa ekki lent í meira veseni

Gísli, sem býr í námunda við fjalllið, segist reglulega sjá fólk reyna að komast upp fjallið. „Það stoppar og er kannski 20 mínútur í miðju fjallinu af því að það veit ekki hvort það eigi að fara upp eða niður,“ segir hann.

„Þetta er óþarfi; það er hægt að koma í veg fyrir svona. Ég held að við séum heppnir að vera ekki búnir að lenda í meira veseni út af þessu máli,“ segir hann.

Að lokum segir hann að það sé ekki síður mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar átti sig á stöðuni og komi fólki í skilning um að það eigi ekki að fara inn á svona hliðarvegi sem séu ekki mokaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...