Varasamar sprungur við Hverfjall

Björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit hafa á undanförnum árum ítrekað þurft að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vanda við Hverfjall. Það gerðist síðast í dag. Björgunarsveitarmaður segir að vegurinn sé aldrei mokaður, það vanti allar merkingar og að þarna séu varasamar sprungur.

„Mér finnst algjörlega vanta hjá Umhverfisstofnun, af því að þetta er á þeirra forræði, að merkja þetta eitthvað betur, til þess hreinlega að það verði ekki þarna slys,“ segir Gísli Rafn Jónsson, sem er félagi í björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit. Hann tekur fram að hann tali í eigin nafni í þessu máli.

Hann segir í samtali við mbl.is, að á undanförnum árum hafi liðsmenn björgunarsveitarinnar farið í fjölmargar ferðir upp að Hverfjalli til að aðstoða bíla sem hafa lent í vanda. Það gerðist enn eina ferðina upp úr klukkan tvö í dag.

Jepplingur hafnaði ofan í sprungu

Að sögn Gísla var um erlenda ferðamenn að ræða sem voru þarna á ferð á bílaleigubíl. Ferðalag þeirra á Hverfjalli endaði með því að framhjól bifreiðarinnar, sem er jepplingur, hafnaði ofan í þröngri sprungu. „Hún er það breið að dekkin fóru alveg niður,“ segir hann ennfremur. Hann tekur þó fram að þarna hafi allt endað vel en það reyndist aftur á móti þrautin þyngri að ná bílnum upp úr sprungunni.

Gísli á sæti í stjórn björgunarsveitarinnar sem fundaði í gær. Þar var m.a. fjallað um erindi sem kom frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Vegagerðinni sem hafa beðið björgunarsveitir landsins um að benda á staði sem teljist vera varasamir. 

„Frá þjóðveginum og upp að Hverfjalli er svona rúmur kílómetri upp á bílstæðin. Málið er að þessi vegur aldrei mokaður - aldrei. Þetta er bara sumarvegur. Á þessari leið - og sérstaklega þegar það kemur upp að fjallinu - þá eru sprungur. Ef þú ert ekki akkúrat á veginum, það er náttúrulega búið að fylla upp í sprungurnar [af snjó], þá getur þú hlunkast ofan í þessar sprungur; ekki bara þegar þú ert á bíl heldur líka ef þú ert labbandi,“ segir hann.

Gangandi vegfarendur eiga í hættu á að slasast

Vandamálið að sögn Gísla er að þarna vantar allar merkingar og við það er hann ósáttur. Það skjóti mjög skökku við enda vinsælt útivistarsvæði á meðal ferðamanna. 

„Þarna verðum við að benda á Umhverfisstofnun vegna þess að Hverfjall er friðlýst, 2010 ef ég man rétt, og þar með lendir þetta undir Umhverfisstofnun. Málið er að niður við þjóðveg er ekkert merki um það, í fyrsta lagi að þessi vegur sé aldrei mokaður og í öðru lagi að þeir sem labbi þarna verði að passa sig á að vera á veginum, sem þú veist svosem ekkert hvar er en væri kannski hægt að merkja. Þetta er mál Umhverfisstofnunar.“

Þá segir Gísli að hann hafi margsinnis bent á þetta. „Mér finnst alveg óþarfi að fólk sé stofna sjálfu sér í hættu,“ segir hann og bætir við að það sé stórvarasamt fyrir fólk að ganga upp á fjallið að vetrarlagi. Fólk geti fallið ofan í sprungu og slasað sig.

Heppni að hafa ekki lent í meira veseni

Gísli, sem býr í námunda við fjalllið, segist reglulega sjá fólk reyna að komast upp fjallið. „Það stoppar og er kannski 20 mínútur í miðju fjallinu af því að það veit ekki hvort það eigi að fara upp eða niður,“ segir hann.

„Þetta er óþarfi; það er hægt að koma í veg fyrir svona. Ég held að við séum heppnir að vera ekki búnir að lenda í meira veseni út af þessu máli,“ segir hann.

Að lokum segir hann að það sé ekki síður mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar átti sig á stöðuni og komi fólki í skilning um að það eigi ekki að fara inn á svona hliðarvegi sem séu ekki mokaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
HANDLISTAR Á VEGG - STÁL EÐA TRÉ
Fljót og góð þjónusta, tilsniðið og uppsett. Sími 848 3215 Svörum í símann 9 -...
HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...