Fiskeldisfyrirtækin búa sig undir lífræna framleiðslu

Laxinn sem framleiddur er á Vestfjörðum er ísaður og fer …
Laxinn sem framleiddur er á Vestfjörðum er ísaður og fer ferskur á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Miklar kröfur eru gerðar til gæðanna. Eldismenn sjá möguleika í lífrænu eldi á fiski í sjókvíum. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta er okkar leið til að skapa okkar framleiðslu sérstöðu,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Dýrfisks.

Fyrirtækið er með eldi á regnbogasilungi í sjókvíum á Dýrafirði og víðar og er fyrsta íslenska fiskeldisfyrirtækið til að fara út í lífræna framleiðslu. Það hefur fengið vottun á lífræna aðlögun og í fyllingu tímans mun hluti framleiðslunnar fá vottun.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fleiri fiskeldisfyrirtæki eru að huga að lífrænni vottun. Þannig stefnir Fjarðalax, stærsta laxeldisfyrirtækið, að því að hefja slíka framleiðslu eftir fáein ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert