Rúmlega 2.000 mótmæltu á Austurvelli

Samstöðufundur á Austurvelli.
Samstöðufundur á Austurvelli. mbl.is/Ómar

Rúmlega tvö þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að fylgja eftir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Þetta er þriðji laugardaginn í röð sem mótmælt er áformum stjórnvalda um að slíta formlega aðildarviðræðum.

Ræðumenn á fundinum í dag voru Lára Marteinsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og kennari við Háskóla Íslands, Finnur Beck lögmaður, og Eva María Jónsdóttir, húsmóðir og dagskrárgerðarmaður.

Rúmlega 50 þúsund manns hefur skrifað undir undirskriftalista á vefsíðunni þjóð.is, þar sem krafist er að framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins verði lögð í dóm allra Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert