Minningum um Ísland komið í skjól

Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

„Samskipti við þetta fólk eru mjög gefandi og það skín alls staðar í gegn að vera feðranna á Íslandi var þeim kær og minningarnar mjög góðar. Enginn þessarra manna heimsótti Ísland eftir að stríðinu lauk enda annar tími en nú og ferðalög til útlanda nær óþekkt fyrir aðra en sterkefnað fólk,“ segir Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, höfuðborg Bretlands, í pistli á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem hann gerir að umfjöllunarefni sínu samskipti sendiráðsins við afkomendur Breta sem gegndu herþjónustu á Íslandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar en eru nú látnir.

Þannig hafi ættingjar þeirra haft samband við sendiráðið og vilja koma til þess ýmsum gögnum sem þessir menn hafi átt í fórum sínum, tengdum Íslandi. Einn viðmælenda Axels hafi orðað það þannig að hann væri að koma minningum um föður sinn í skjól. Axel segir til að mynda frá því að eldri maður hafi sett sig í samband við sendiráðið eftir að hafa verið að ganga frá búi föður síns sem hafði fallið frá. Þar hafi hann fundið kassa með munum sem tengdust herþjónustu hans. Vildi hann kanna hvort einhver á Íslandi hefði áhuga á þessum munum og reyndist svo vera.

„Þar var fjöldi ljósmynda sem teknar voru á Íslandi og í Mið-Austurlöndum þar sem faðir hans starfaði síðari ár heimsstyrjarldarinnar. Medalíur og athyglisverð plögg um veruna á Íslandi voru þar á meðal. Maðurinn spurði hvort einhver á Íslandi hefði hugsanlega áhuga á að fá þessa muni en faðir hans hefði alltaf talað vel um dvöl sína á Íslandi og kynni sín af fólki þar. Við öllum þessum gögnum var tekið og þau framsend Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem mun annast þau vel.“

Ennfremur hafi roskin systkini haft samband við sendiráðið til þess að kanna hvort þar væri áhugi á bókum um íslenska náttúru sem faðir þeirra hefði eignast þegar hann var hér á landi. Hann hefði alltaf haldið upp á þær þó hann talaði ekki málið. Tekið hafi verið vel á móti bókunum og þeim komið til bóksafns á Íslandi til varðveislu. Eins hefði kona nokkur hringt nokkrum sinnum til sendiráðsins til að spyrjast fyrir um ýmis kennileiti, gönguleiðir, veðurfar og aðbúnað á Íslandi. Kom á daginn að hún hefði nýverið fylgt móður sinni til grafar og í kjölfarið fundið í fórum hennar skókassa með bréfum, póstkortum, dagbók og landakortum með merktum gönguleiðum um Ísland sem faðir hennar hefði átt en hann hefði látist ungur maður stuttu eftir stríðið og móðir hennar varðveitti kassann í hálfa öld.

„Bréfin voru bæði frá föður hennar til fjölskyldu og vina í Bretlandi en einnig var að finna kort sem fóru á milli mannsins og íslenskra vina. Dagbókin segir líka frá skemmtilegu fólki og fallegum gönguleiðum um Vestfirði og hún lét sig dreyma um að ganga í fótspor föður síns. Hún velti einnig fyrir sér hvers vegna móðir hennar hefði varðveitt þessa hluti svona lengi og taldi að það hefði verið af virðingu fyrir því hversu vænt föður hennar þótti um veru sína á Íslandi og því fólki sem hann kynntist þar. Hún hét því ennfremur að láta mig vita ef af ferðinni yrði,“ segir Axel ennfremur.

Hann segir að lokum að auk þess að bera Íslandi vel söguna eftir að heim var komið hafi bresku hermennirnir fyrrverandi átt það sameiginlegt að taka með sér íslenskar lopapeysur og þótt þær mikil gersemi. „Í köldum húsum Bretlandseyja var lopapeysan verðmæt eign og sagði ein konan mér að faðir hennar hefði helst kosið að klæðast lopapeysunni daglega og ekki fengist úr henni fyrr en hún var við það að detta í sundur. Í margþvældri umræðu um svokallaða „Íslandsvini” finnst mér rétt að halda til haga minningunni um þessa menn.“

Pistill Axels í heild á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins

Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London.
Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Ukulele
...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...