Minningum um Ísland komið í skjól

Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

„Samskipti við þetta fólk eru mjög gefandi og það skín alls staðar í gegn að vera feðranna á Íslandi var þeim kær og minningarnar mjög góðar. Enginn þessarra manna heimsótti Ísland eftir að stríðinu lauk enda annar tími en nú og ferðalög til útlanda nær óþekkt fyrir aðra en sterkefnað fólk,“ segir Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, höfuðborg Bretlands, í pistli á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem hann gerir að umfjöllunarefni sínu samskipti sendiráðsins við afkomendur Breta sem gegndu herþjónustu á Íslandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar en eru nú látnir.

Þannig hafi ættingjar þeirra haft samband við sendiráðið og vilja koma til þess ýmsum gögnum sem þessir menn hafi átt í fórum sínum, tengdum Íslandi. Einn viðmælenda Axels hafi orðað það þannig að hann væri að koma minningum um föður sinn í skjól. Axel segir til að mynda frá því að eldri maður hafi sett sig í samband við sendiráðið eftir að hafa verið að ganga frá búi föður síns sem hafði fallið frá. Þar hafi hann fundið kassa með munum sem tengdust herþjónustu hans. Vildi hann kanna hvort einhver á Íslandi hefði áhuga á þessum munum og reyndist svo vera.

„Þar var fjöldi ljósmynda sem teknar voru á Íslandi og í Mið-Austurlöndum þar sem faðir hans starfaði síðari ár heimsstyrjarldarinnar. Medalíur og athyglisverð plögg um veruna á Íslandi voru þar á meðal. Maðurinn spurði hvort einhver á Íslandi hefði hugsanlega áhuga á að fá þessa muni en faðir hans hefði alltaf talað vel um dvöl sína á Íslandi og kynni sín af fólki þar. Við öllum þessum gögnum var tekið og þau framsend Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem mun annast þau vel.“

Ennfremur hafi roskin systkini haft samband við sendiráðið til þess að kanna hvort þar væri áhugi á bókum um íslenska náttúru sem faðir þeirra hefði eignast þegar hann var hér á landi. Hann hefði alltaf haldið upp á þær þó hann talaði ekki málið. Tekið hafi verið vel á móti bókunum og þeim komið til bóksafns á Íslandi til varðveislu. Eins hefði kona nokkur hringt nokkrum sinnum til sendiráðsins til að spyrjast fyrir um ýmis kennileiti, gönguleiðir, veðurfar og aðbúnað á Íslandi. Kom á daginn að hún hefði nýverið fylgt móður sinni til grafar og í kjölfarið fundið í fórum hennar skókassa með bréfum, póstkortum, dagbók og landakortum með merktum gönguleiðum um Ísland sem faðir hennar hefði átt en hann hefði látist ungur maður stuttu eftir stríðið og móðir hennar varðveitti kassann í hálfa öld.

„Bréfin voru bæði frá föður hennar til fjölskyldu og vina í Bretlandi en einnig var að finna kort sem fóru á milli mannsins og íslenskra vina. Dagbókin segir líka frá skemmtilegu fólki og fallegum gönguleiðum um Vestfirði og hún lét sig dreyma um að ganga í fótspor föður síns. Hún velti einnig fyrir sér hvers vegna móðir hennar hefði varðveitt þessa hluti svona lengi og taldi að það hefði verið af virðingu fyrir því hversu vænt föður hennar þótti um veru sína á Íslandi og því fólki sem hann kynntist þar. Hún hét því ennfremur að láta mig vita ef af ferðinni yrði,“ segir Axel ennfremur.

Hann segir að lokum að auk þess að bera Íslandi vel söguna eftir að heim var komið hafi bresku hermennirnir fyrrverandi átt það sameiginlegt að taka með sér íslenskar lopapeysur og þótt þær mikil gersemi. „Í köldum húsum Bretlandseyja var lopapeysan verðmæt eign og sagði ein konan mér að faðir hennar hefði helst kosið að klæðast lopapeysunni daglega og ekki fengist úr henni fyrr en hún var við það að detta í sundur. Í margþvældri umræðu um svokallaða „Íslandsvini” finnst mér rétt að halda til haga minningunni um þessa menn.“

Pistill Axels í heild á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins

Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London.
Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...