Minningum um Ísland komið í skjól

Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

„Samskipti við þetta fólk eru mjög gefandi og það skín alls staðar í gegn að vera feðranna á Íslandi var þeim kær og minningarnar mjög góðar. Enginn þessarra manna heimsótti Ísland eftir að stríðinu lauk enda annar tími en nú og ferðalög til útlanda nær óþekkt fyrir aðra en sterkefnað fólk,“ segir Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, höfuðborg Bretlands, í pistli á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem hann gerir að umfjöllunarefni sínu samskipti sendiráðsins við afkomendur Breta sem gegndu herþjónustu á Íslandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar en eru nú látnir.

Þannig hafi ættingjar þeirra haft samband við sendiráðið og vilja koma til þess ýmsum gögnum sem þessir menn hafi átt í fórum sínum, tengdum Íslandi. Einn viðmælenda Axels hafi orðað það þannig að hann væri að koma minningum um föður sinn í skjól. Axel segir til að mynda frá því að eldri maður hafi sett sig í samband við sendiráðið eftir að hafa verið að ganga frá búi föður síns sem hafði fallið frá. Þar hafi hann fundið kassa með munum sem tengdust herþjónustu hans. Vildi hann kanna hvort einhver á Íslandi hefði áhuga á þessum munum og reyndist svo vera.

„Þar var fjöldi ljósmynda sem teknar voru á Íslandi og í Mið-Austurlöndum þar sem faðir hans starfaði síðari ár heimsstyrjarldarinnar. Medalíur og athyglisverð plögg um veruna á Íslandi voru þar á meðal. Maðurinn spurði hvort einhver á Íslandi hefði hugsanlega áhuga á að fá þessa muni en faðir hans hefði alltaf talað vel um dvöl sína á Íslandi og kynni sín af fólki þar. Við öllum þessum gögnum var tekið og þau framsend Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem mun annast þau vel.“

Ennfremur hafi roskin systkini haft samband við sendiráðið til þess að kanna hvort þar væri áhugi á bókum um íslenska náttúru sem faðir þeirra hefði eignast þegar hann var hér á landi. Hann hefði alltaf haldið upp á þær þó hann talaði ekki málið. Tekið hafi verið vel á móti bókunum og þeim komið til bóksafns á Íslandi til varðveislu. Eins hefði kona nokkur hringt nokkrum sinnum til sendiráðsins til að spyrjast fyrir um ýmis kennileiti, gönguleiðir, veðurfar og aðbúnað á Íslandi. Kom á daginn að hún hefði nýverið fylgt móður sinni til grafar og í kjölfarið fundið í fórum hennar skókassa með bréfum, póstkortum, dagbók og landakortum með merktum gönguleiðum um Ísland sem faðir hennar hefði átt en hann hefði látist ungur maður stuttu eftir stríðið og móðir hennar varðveitti kassann í hálfa öld.

„Bréfin voru bæði frá föður hennar til fjölskyldu og vina í Bretlandi en einnig var að finna kort sem fóru á milli mannsins og íslenskra vina. Dagbókin segir líka frá skemmtilegu fólki og fallegum gönguleiðum um Vestfirði og hún lét sig dreyma um að ganga í fótspor föður síns. Hún velti einnig fyrir sér hvers vegna móðir hennar hefði varðveitt þessa hluti svona lengi og taldi að það hefði verið af virðingu fyrir því hversu vænt föður hennar þótti um veru sína á Íslandi og því fólki sem hann kynntist þar. Hún hét því ennfremur að láta mig vita ef af ferðinni yrði,“ segir Axel ennfremur.

Hann segir að lokum að auk þess að bera Íslandi vel söguna eftir að heim var komið hafi bresku hermennirnir fyrrverandi átt það sameiginlegt að taka með sér íslenskar lopapeysur og þótt þær mikil gersemi. „Í köldum húsum Bretlandseyja var lopapeysan verðmæt eign og sagði ein konan mér að faðir hennar hefði helst kosið að klæðast lopapeysunni daglega og ekki fengist úr henni fyrr en hún var við það að detta í sundur. Í margþvældri umræðu um svokallaða „Íslandsvini” finnst mér rétt að halda til haga minningunni um þessa menn.“

Pistill Axels í heild á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins

Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London.
Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

13:46 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

13:26 Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag. Meira »

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

13:15 Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár. Meira »

Innkalla ís frá Valdísi

13:08 Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Meira »

WOW air fjölgar ekki flugferðum

12:23 Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.  Meira »

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri

12:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk. Meira »

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar

12:57 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf. Meira »

Grænir skátar bætast í hópinn

12:16 Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvar eru skattalækkanir?

12:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...