Rúmlega 51 þúsund undirskriftir

Rúmlega 51 þúsund hafa skrifað undir áskorun á thjod.is til stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Undirskriftasöfnunin hófst 23. febrúar og hefur því staðið í rúmar þrjár vikur.

Þeir sem skrifa undir skora á Alþingi að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar verði spurt:
Vilt þú ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, sem hófust með ályktun Alþingis 16. júlí 2009, eða vilt þú slíta þeim?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert