Eldri nemendur áhyggjufullir

Stjórnir nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, standa frá og með deginum í dag fyrir svokallaðri verkfallsviku. Ekki var fjölmennt í skólanum í gær en að sögn Lilju Daggar Gísladóttur, forseta Framtíðarinnar, mættu heldur fleiri í skólann í dag.

Lilja Dögg segir að nemendur aðstoði hver annan og bekkjarfélagar hjálpist að. Lögð verður áhersla á kjarnafögin, til dæmis stærðfræði, en nemendum er frjálst að vinna að þeim verkefnum sem þeir telja mikilvægust hverju sinni.

„Yngri nemendur hafa minni áhyggjur, en við eldri erum stressuð. Stúdentsprófin eru framundan og einhverjir ætla í nám í útlöndum. Við gætum verið á leið í stúdentspróf þegar verkfalli lýkur,“ segir Lilja Dögg. „Við tökum viku fyrir viku og vonum að þetta verði sem styst. Við hvetjum nemendur til að koma í skólann.“

Verkfallsvikan í MR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert