Grandi tjáir sig ekki um mótmælin

Fjölmenni fylgdist með þegar fyrsti hvalurinn sem veiddur var í …
Fjölmenni fylgdist með þegar fyrsti hvalurinn sem veiddur var í atvinnuskyni hér við land í 20 ár var dreginn á land í Hvalfirðinum sumarið 2006. mbl.is/Rax

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner, sem leggur hart að Granda að slíta öll tengsl sín við hvalveiðar.

Í tilkynningu á vef HB Granda, er haft eftir Vilhjálmi að hlutabréf félagsins gangi kaupum og sölum á markaði og útilokað sé fyrir félagið að hlutast til um hvernig einstakir hluthafar hagi sínum högum.

„Við erum sammála stjórnvöldum í skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, en höfum ekkert með það að gera hvaða starfsemi einstakir hluthafar kjósa að stunda eða stunda ekki,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir birgðir afurða félagsins í lágmarki og hefur ekki áhyggjur af sölu þeirra.

High Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að það myndi ekki eiga frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal HB Granda, fyrr en öll tengsl væru slitin við hvalveiðar. Þá óskaði fyrirtækið eftir að Grandi skýrði tengsl sín við hvalveiðar.

HB Grandi slíti tengsl sín við hvalveiðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert