Samfylking bætir við sig í borginni

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Samfylkingin bætir við sig sex prósentustigum í Reykjavík á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð tapa 5 prósentustigum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og er miðað frá síðustu könnun fyrir mánuði. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.

Þar sagði einnig að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6%, Samfylkingin með 23,5% og Björt framtíð með 22,7%.

Samkvæmt þessu fengju Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt framtíð fjóra borgarfulltrúa hvert framboð, Píratar fengju tvo menn og Vinstri grænir einn.

Heildarúrtaksstærð var 2.738 og var svarhlutfallið tæplega 60%. Tæplega 83% nefndu flokk en um 10% neituðu að svara og rúmlega 7% sögðust ætla að skila auðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert