Fiskveiðifrumvarp á næstunni

Reiknað er með að frumvarp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld verði lagt fyrir ríkisstjórn á næstu dögum.

Sigurður Ingi Jóhannssson, sjávarútvegsráðherra, segir að í ljós verði að koma hvort það takist í þessari viku, en markmiðið sé að frumvarp verði lagt fyrir þingið sem allra fyrst.

Núgildandi bráðabirgðaákvæði laga um veiðigjöld var sett til eins árs og rennur út með nýju fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Sigurður var spurður hvort hann væri bjartsýnn á að hægt yrði að afgreiða málið fyrir lok þingsins í vor. „Það er ljóst að það eru ekki margir þingfundardagar eftir þó svo að það séu um sjö vikur eftir af þinginu og svo koma páskar og annað inn í þennan tíma. Það á eftir að koma í ljós hvort þingið getur unnið úr þessu á þeim tíma sem er til stefnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert