Anthony Hopkins mærir Ísland

Kvikmyndaleikarinn Anthony Hopkins.
Kvikmyndaleikarinn Anthony Hopkins. Skjáskot

„Ísland er mjög fallegt land, stórbrotið, tilkomumikið, gríðarlega tilkomumikið. Ég meina, stórfengleg fjöll og sléttur. Það er ekki líkt neinu sem ég hef áður séð.“

Þannig kemst stórleikarinn Anthony Hopkins að orði í myndbandi sem birt hefur verið á facebooksíðu kvikmyndafyrirtækisins TrueNorth en Hopkins var hér á landi á síðasta ári við tökur á kvikmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki. Sjálfur leikur Hopkins stórt hlutverk í myndinni.

„Ég hafði komið þangað einu sinni áður þegar ég átti leið um. Þarna eru líka villtar aðstæður, loftslagið er harðneskjulegt, eldsumbrot og goshverirnir. Landið er á eldfjallasvæði þarna sem veitir því þessa tilkomumiklu fegurð,“ segir hann ennfremur í myndbandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert