Breytti engu um niðurstöðuna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Hjörtur

Frumvörp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingar skulda heimilanna gera ráð fyrir að miðað sé við verðbólgu á áruum 2008 og 2009 við útreikninga á lánum þeirra. Áður var hins vegar rætt um að miða við árin 2007-2010. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvers vegna þessi breyting hefði verið gerð. 

Svaraði hann því til að það hefði einfaldað alla útreikninga en á hinn bóginn ekki breytt endanlegri niðurstöðu. Upphaflega hafi vissulega verið miðað við 2007 til 2010, að vísu ekki öll árin 2007 og 2010. „Svo komust menn að raun um það að það skipti engu máli varðandi niðurstöðuna að sleppa árunum 2007 og 10 vegna þess að í sitthvorn endann var verðbólgan þó undir þeim viðmiðunarmörkum sem menn hafa verið að skoða.

Þannig að allur kostnaðurinn, þessi ófyrirsjáanlega verðbólga, þessi forsendubrestur sem stundum er kallaður svo féll til á árunum 2008 og 2009 og þar af leiðandi breytti það engu um niðurstöðuna hvað leiðréttingu varðar að skera þarna sitthvorumegin af. Með öðrum orðum; fólk fær ekkert minna út úr því fyrir vikið. Þetta hins vegar einfaldaði mjög vinnuna við þetta vegna þess að það þýddi að menn gátu litið á tvö heil skattaár við útreikninga og það flýtti umtalsvert og mun flýta fyrir útreikningum,“ sagði Sigmundur ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert