Dæling gæti aukið skjálftavirkni

Frá Hellisheiðarvirkjun.
Frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Rax

Verið er að byrja tilraunaniðurdælingu í holu HN-16 á niðurdælingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar við Húsmúla. Niðurdælingarvatnið í holuna er kælt og síðan er blandað  20°C heitu þéttivatni út í það.  

Gera má ráð fyrir að heildarmagn vatns sem rennur í holuna muni aukast við íblöndunina og það gæti aukið skjálftavirkni, segir í frétt frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert