Öllu flugi seinkar um 3-4 tíma

mbl.is/Boeing

„Ef svo illa fer að það takist ekki að semja og það komi til verkfalls, þýðir það að öllu flugi mun seinka um 3-4 tíma.“

Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í Morgunblaðinu í dag um boðaðar verkfallsaðgerðir starfsmanna Isavia 8. apríl næstkomandi. Þann dag munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia leggja niður störf frá kl. 04.00 til kl. 09.00.

Guðjón segir aðgerðirnar munu hafa áhrif á allt flug Icelandair þennan dag en ferðir eru alls 38 talsins. Þá munu þær hafa áhrif á alls um 5.000 farþega. Ekkert flug verður fellt niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert