Slegist um góðar íbúðir

Útsýni yfir Reykjavík frá Höfðatorgi. Skortur er á eignum miðsvæðis …
Útsýni yfir Reykjavík frá Höfðatorgi. Skortur er á eignum miðsvæðis í Reykjavík. Að undanförnu hefur eftirspurn verið meiri en framboðið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftirspurn eftir fasteignum í miðbæ Reykjavíkur og nágrannahverfum er mun meiri en framboðið.

Reynir Björnsson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir aðspurður að slegist sé um góðar eignir miðsvæðis, einkum í miðbænum og Vesturbænum.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag nefnir Reynir í þessu efni dæmi um eign á Baldursgötunni í Reykjavík. Um tuttugu hópar hafi skoðað eignina fyrsta daginn sem þar var opið hús og sölukynning og fjögur til fimm tilboð verið lögð fram strax. Eignin seldist samdægurs. „Þetta á einkum við um íbúðir í miðbæ Reykjavíkur sem kosta undir 30 milljónum króna.“

Að sögn Þóreyjar Ólafsdóttur, sölufulltrúa og viðskiptafræðings hjá Remax Lind, komu 48 pör að skoða íbúð í Hlíðahverfi þegar þar var opið hús á dögunum. Tíu tilboð bárust í eignina og seldist hún strax.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert