Einfaldast að sækjast ekki eftir aðild?

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is

Merkilegast við umræður um Evrópusambandið er að helst sé talið mæla með aðild að sambandinu að fræðimenn telji mögulegt að komast undan sem flestum reglum, lögum og kvöðum sem fylgja henni. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það finnst mér merkilegast við Evrópuumræðurnar síðustu dægrin, að það sé helst talið mæla með ESB-aðild að unnt sé, skv. mati fræðimanna, að losna undan sem flestum reglum, lögum og kvöðum sem aðild felur í sér. Sem sagt; því minna af ESB, því betra. Er þá kannski einfaldast og rökréttast að sækjast bara ekki eftir aðild?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert