Týnda síldin fundin

Síld er fundin útaf Snæfellsnesi.
Síld er fundin útaf Snæfellsnesi. mbl.is/Kristján

Sá hluti stofns íslenskrar sumargotssíldar sem ekki skilaði sér í rannsóknum í fyrrahaust er fundinn út af Snæfellsnesi.

Vísbendingar bárust frá loðnuskipum fyrir um mánuði að síld væri að finna í Kolluál. Það var staðfest þegar Hafrannsóknastofnun mældi þar rúmlega 200 þúsund tonn í síðustu viku. Þekkt er að síldin hafi áður haft vetursetu í Kolluál og á Látragrunni.

Guðmundur J. Óskarsson fiskifræðingur segir að ef þessi síld hefði ekki skilað sér hefði þurft að taka tillit til þess í stofnmati, sem hefði síðan leitt til ráðgjafar um minni veiði. Stofnmatið og veiðiráðgjöfin verði nú væntanlega í meiri takti við það sem verið hefur síðustu ár, að sögn Guðmundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert