Þarf að bæta úr aðgengismálum við Urriðafoss

Urriðafoss.
Urriðafoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Varúðarskilti verður sett upp við Urriðafoss í Flóahreppi. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti að kosta gerð skiltisins eftir að Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, sendi sveitarstjórninni erindi vegna aðgengismála við fossinn.

„Eins og veðráttan er búin að vera í vetur hefur úði frá fossinum lagst að bökkunum, ísað þá og gert þá glerhála og stórhættulega. Ég hef ekki hugmynd um hver mín réttarstaða er ef einhver slasar sig við ána og því þarf að gera fólki grein fyrir hættunum og að það er á þessu svæði á eigin ábyrgð,“ segir Einar.

Umferð ferðamanna að Urriðafossi hefur vaxið verulega síðustu ár. Einar áætlar að 40.000 manns hafi komið að fossinum í fyrra. Þá taldi hann, á einum og hálfum klukkutíma, 21 einkabíl og 3 rútur sem stoppuðu við fossinn mánudagsmorgun nýverið. Hann hefur áhyggjur af því hvernig muni fara ef ferðamannastraumurinn verður áfram slíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert