Með virkjanir í Kenía fyrir 12 milljarða

Virkjun Green Energy í Kenýa.
Virkjun Green Energy í Kenýa.

Green Energy Group (GEG), íslensk-norskt orkufyrirtæki sem hefur reist fimm litlar jarðvarmavirkjanir í Kenía, hefur hlotið verðlaun Bloomberg sem frumkvöðull ársins á sviði nýorku (e. New Energy Pioneer Award). Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu sem nýorkudeild Bloomberg stóð fyrir í New York í fyrrakvöld.

Fyrirtækið var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta og hefur móðurfélagið aðsetur í Noregi. Alls starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu, þar af um 30 Íslendingar, sem bæði starfa á skrifstofu í Reykjavík og í Kenía við byggingu virkjana fyrir þarlend stjórnvöld. Samningur upp á meira en 12 milljarða króna var gerður um að reisa allt að 14 smærri virkjanir. Smíði fimm þeirra er lokið en uppsett afl þeirra er samanlagt um 30 MW.

Starfsmenn GEG hafa ásamt íslensku verkfræðistofunni Verkís þróað sérstaka tækni við litlar jarðvarmavirkjanir sem tekur skemmri tíma að reisa en hefðbundnar virkjanir og þykja henta vel í löndum eins og Kenía.

Viðurkenning Bloomberg til GEG.
Viðurkenning Bloomberg til GEG.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert