Neita að setja drengi í sokkabuxur

Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ...
Ari Jónsson er flottur og frambærilegur dansari. Hann er átta ára og æfir ballett hjá Balletskóla Sigríðar Ármann. Þórður Arnar Þórðarson

Ballett hefur hér á landi allajafna þótt kvenlæg íþrótt. Að mati fagfólks virðist ástæðan geta verið fordómar en einnig sé umgjörðin fremur kvenlæg. Brynja Scheving, skólastjóri Ballettskóla Eddu Scheving, segist stundum heyra til feðra sem neiti að setja drengi sína í sokkabuxur. „En ég held að viðhorfið sé að breytast, þó að það halli vissulega á drengi,“ segir hún.

Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands tekur í sama streng. Hann segist ekki geta sagt að skólinn fái mikið af strákum en það komi þó í bylgjum. Ástæðuna telur hann vera að samfélagið ali gjarnan á fordómum. „Ég veit ekki hvort þetta sé einhver hræðsla eða hvað, en það eru fordómar.“

Drengjaleysið í ballett hér á landi á þó yfirleitt ekki við um mörg önnur lönd, enda töluvert meiri ballettmenning þar. „Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis. Þar er tekið inntökupróf og valið inn í skólana. Það þykir voða flott að fá inn enda oft erfitt að komast að,“ segir Brynja.

Vilja laga ballettumhverfið betur að strákum

„Því miður er ekki mikið um drengi í ballett. Það er yfirleitt talað um ballett á Íslandi sem listgrein fyrir stúlkur og ballettinn hefur ekki almennilega náð athygli strákanna, sem er svolítið skrítið því það eru svo margir strákar í samkvæmisdansi,“ segir Ásta Björnsdóttir, skólastjóri Balletskóla Sigríðar Ármann. „Ballett er mjög krefjandi íþrótt og þeir þurfa að vera mjög sterkir, með góðan stökkkraft og vel á sig komnir líkamlega.“ Ásta hefur kennt strákum í knattspyrnuflokkum. Þar kynntust þeir teygjum og uppbyggjandi fótaæfingum sem þeir höfðu bæði gagn og gaman af.

„Líklega þarf að laga ballettumhverfið betur að strákunum. Það þarf kannski að matreiða þetta öðruvísi og hafa ballettinn uppsettan á þann hátt sem höfðar betur til þeirra. En vonandi á þetta eftir að breytast. Ég hugsa að það þyrfti ekki nema bara eitthvert trend – að þetta kæmist í tísku og þætti svolítið svalt,“ segir Ásta. 

Guðmundur segir það lengi hafa verið draum hjá sér að koma á fót sérstöku kynningarnámskeiði fyrir drengi. Það velti þó mikið á peningum og tíma. „Þar til af því getur orðið eru strákar samt velkomnir í almennt nám við skólann,“ segir hann.

Ítarlegri umfjöllun birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis ...
Miklu meira er um að drengir sæki í ballett erlendis og þykir voða flott að fá inn í skóla enda erfitt að komast að. Eggert Jóhannesson

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...