Álag fylgir Liverpool-aðdáun

Lára Björg og Tryggvi ásamt syni þeirra, Ólafi Benedikt.
Lára Björg og Tryggvi ásamt syni þeirra, Ólafi Benedikt. mbl.is/Golli

Lára Björg Björnsdóttir, aðstandandi Liverpool-aðdáanda, kallar í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins eftir skilningi og stuðningi sér og öðrum sem eru í sömu sporum til handa.

„Við erum afskiptur hópur í samfélaginu og höfum gengið gegnum miklar raunir með okkar skjólstæðingum.“

Ekki mun draga úr álaginu í bráð enda meistaratitillinn í sjónmáli í fyrsta skipti í 24 ár. „Ef eitthvað er verður álagið meira á okkur aðstandendur en stuðningsmennina sjálfa,“ segir Lára Björg en bóndi hennar, Tryggvi Tryggvason, er eldheitur áhangandi Liverpool. „Við aðstandendur höfum ekki eins mikinn áhuga á þessum lífsstíl en þurfum samt að sýna stuðning. Við þurfum að hlusta. Við þurfum að skilja. Og við þurfum að taka þátt í þessu öllu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert